Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Uppgjör nágrannaliðanna
Sunnudagur 12. september 2004 kl. 11:53

Uppgjör nágrannaliðanna

Grindavík sækir Keflvíkinga heim í uppgjöri nágrannaliðanna í Landsbankadeildinni í dag.

Leikurinn hefst kl. 14 og er afar mikilvægur, sér í lagi fyrir Grindvíkinga sem eru ekki lausir við falldrauginn. Þeir mæta einnig til leiks án þriggja lykilmanna, Óla Stefáns Flóventssonar og Gests Gylfasonar sem eru í banni og Alberts Sævarssonar, sem hefur hætt að leika með Grindavík vegna launadeilna.

Keflvíkingar verða án Zorans Daníels Ljubicic sem er í banni líkt og Milan Stefán Jankovic, þjálfari. Þeir eru nokkuð öruggir með að sleppa við fall, en vilja eflaust stimpla sig betur inn í Landsbankadeildina. Ef Grindavík vinnur færast þeir upp fyrir Keflvíkinga á markamun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024