Uppgjafarglíma í Akurskóla
Uppgjafarglímumótið Sleipnir Open var haldið laugardaginn 2. júní sl. í Akurskóla í Reykjanesbæ en það var Judodeild UMFN sem stóð að mótinu. Mótið var svokallað “submission only” þar sem eina leiðin til að sigra glímu var að knýja andstæðing sinn til uppgjafar. Á mótinu kepptu 20 keppendur frá UMFN/Sleipni, Mjölni og Gracie jiu jitsu skólanum. Mættir til leiks voru margir af bestu glímumönnum landsins og tókst mótið vel í alla staði.
Aukaverðlaun voru veitt fyrir besta keppandann, sem var Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni en Þráinn sigraði bæði sinn þyngdarflokk og opna flokkinn. Glíma mótsins var á milli Björns Lúkasar Haraldssonar úr Sleipni og Eiðs Sigurðssonar úr Mjölni í 84kg flokknum en Eiður sigraði með armlás eftir mjög jafna glímu sem hefði getað farið á hvorn veginn. Eiður sigraði síðan þyngdarflokkinn. Tilþrif mótsins átti Damian Zorczykowski í Mjölni fyrir einstaklega flott kast sem hann átti í glímu við Bjarna Snæ Bjarnason frá Gracie jiu jitsu skólanum.
Úrslit mótsins voru:
-84 kg flokkur
1. Eiður Sigurðsson, Mjölni
2. Atli Örn Guðmundsson, Mjölni
3. Björn Lúkas Haraldsson, Sleipni
-97 kg flokkur
1. Þráinn Kolbeinsson, Mjölni
2. Haraldur Óli Ólafsson, Mjölni
3. Bjarni Kristjánsson, Mjölni
+97 kg flokkur
1. Guðmundur Stefán Gunnarsson, Sleipni
2. Þórhallur Ólafsson, Mjölni
Opinn flokkur
1. Þráinn Kolbeinsson, Mjölni
2. Guðmundur Stefán Gunnarsson, Sleipni
3. Haraldur Óli Ólafsson, Mjölni
Keppandi mótsins
Þráinn Kolbeinsson
Glíma mótsins
Eiður Sigurðsson og Björn Lúkas Haraldsson
Tilþrif mótsins
Damian Zorczykowski, supplex kast.