Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

  • Uppgangur í sundinu hjá Þrótti Vogum
    Sundlaugin í Vogum böðuð í bleiku ljósi októbermánaðar. VF-mynd: Hilmar Bragi
  • Uppgangur í sundinu hjá Þrótti Vogum
    Jóna Helena Bjarnadóttir þjálfari
Mánudagur 19. október 2015 kl. 09:56

Uppgangur í sundinu hjá Þrótti Vogum

Ungmennafélagið Þróttur réð í sumar til starfa Jónu Helenu Bjarnadóttir sem sundþjálfara hjá félaginu. Mikil fjölgun iðkenda hefur orðið til þess að félagið getur ekki tekið á móti fleiri skráningum og stendur til að fjölga bæði flokkum og námskeiðum eftir áramót.

Að sögn Gunnars Helgasonar, formanns Þróttar, hefur þessi mikla fjölgun átt sér stað á skömmum tíma og vonast hann til að sundið festi sig í sessi sem ein af stærri greinunum hjá Ungmennafélaginu Þrótti. Einnig er júdó og knattspyrna stunduð af miklum krafti hjá félaginu.

Krakkarnir hafa æft af kappi frá því snemma í september og segir Jóna Helena, sundþjálfari þeirra, að þetta sé mjög efnilegur og duglegur hópur. Einnig eru foreldrar duglegir að styðja við bakið á krökkunum.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024