Unnu Surtseyjarbikarinn og háttvísiverðlaun KSÍ
6. flokkur Reynis Sandgerði fór frábæra ferð til Eyja dagana 27. - 30. júní. Strákarnir voru með tvö lið og keppti hvort lið 10 leiki. Þeir stóðu sig mjög vel í öllum leikjunum. Lið 1 vann Surtseyjarbikarinn og lið 2 var í 5. sæti í sínum riðli. Mjög góður árangur og flott hjá strákunum.
Það toppaði svo helgina þegar Reynisliðið allt vann háttvísiverðlaun KSÍ. Frábærir strákar sem við eigum og framtíðin björt, segir í frétt frá Reyni.