Unnu sannfærandi sigur á Fylki í 3. flokki
Keflavíkurlið 3. flokks karla vann sannfærandi sigur 7-2 á Fylki í Íslandsmótinu. Fyrir leikinn höfðu Keflavíkingar 4 stig eftir 4 leiki en Fylkismenn höfðu leiki fjóra fyrstu leikina án þess að tapa stigi. Helgi Eggertsson skoraði fyrsta mark leiksins á 2. mínútu og 10 mínútum síðar skoraði Björgvin Magnússon mark. Fylkir minnkaði muninn á 15. mínútu og mínútu síðar skoraði Einar Orri Einarsson fyrir Keflavík. Tveimur mínútum síðar skoraði Þorsteinn Þorsteinsson enn fyrir Keflavík og aftur tveimur mínútum síðar skoraði Garðar Eðvaldsson fyrir Keflavík. Eftir 20 mínútna leik var staðan 5-1. Undir lok fyrri hálfleiks minnkuðu Fylkismenn muninn í 5-2 úr vítaspyrnu. Í síðari hálfleiknum skoraði Einar Orri Einarsson úr vítaspyrnu og Natan Freyr Guðmundsson átti síðasta orðið í leiknum. Staðan 7-2 fyrir Keflavík.
Myndin: 3. flokkur karla hjá Keflavík 2003-2004. Myndin er tekin af Keflavik.is.