Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 16. ágúst 2001 kl. 10:06

Unnu með 11 marka mun

Stelpurnar í RKV völtuðu yfir stöllur sínar í HK/Víkingi á Sandgerðisvelli sl. þriðjudagskvöld. Staðan í leikslok var 12-1. Fyrsta mark leiksins kom úr víti á 7. mínútu en það átti Lilja Íris Gunnarsdóttir.
RKV stúlkurnar voru strax mun betri og voru búnar að skora 4 mörk þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Fyrir leikhlé hafði stúlkunum tekist að bæta tvemur mörkum við. Í seinni hálfleik fengu HK/Víkings stúlkur fá tækifæri til að skora en þó rataði eitt af færunum inn í mark RKV stúlkna. Nína Kristinsdóttir skoraði 4 mörk, Lilja Íris Gunnarsdóttir, Eyrún Sigurðardóttir og Hjördís Reynisdóttir voru allar með tvö og Inga L. Jónsdóttir og Lóa B. Gestsdóttir með sitt markið hvor. RKV er nú í 3. sæti A-riðils 1. deildar með 21 stig, 6 stigum fyrir neðan Haukastúlkur sem eru á toppnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024