Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Unndór leiðir endurkomu Njarðvíkurkvenna
Miðvikudagur 18. júlí 2007 kl. 16:02

Unndór leiðir endurkomu Njarðvíkurkvenna

Í vetur munu Njarðvíkurkonur tefla fram liði í körfuboltanum og mun liðið leika í 2. deild. Þetta er í fyrsta sinn sem Njarðvíkingar tefla fram kvennaliði eftir tveggja ára hlé. Unndór Sigurðsson mun þjálfa liðið en á þriðjudag gerði hann tveggja ára samning við Njarðvíkinga og þá mun hann einnig þjálfa tvo yngri flokka hjá félaginu.

 

Unndór þjálfaði Grindavíkurkonur á síðustu leiktíð en Grindvíkingar réðu Igor Beljanski sem þjálfara kvennaliðsins fyrir skemmstu. Alexander Ragnarsson formaður Unglingaráðs KKD UMFN sagði við undirskriftina að Njarðvíkingar ætluðu sér hægt af stað með liðið og að nú væri byggt til framtíðar.

 

Unndór náði fínum árangri með Grindavíkurkonur þar sem hann telfdi fram ungu liði og verður það sama uppi á teningnum í vetur með Njarðvíkurkonur.

Liðið verður að mestu byggt upp á 16-18 ára gömlum leikmönnum en leikmannamál liðsins verða brátt endanleg. „Við sjáum bara hvernig endanlegur hópur verður og þá förum við í það að setja okkur markmið fyrir veturinn,“ sagði Unndór nýráðinn þjálfari Njarðvíkurkvenna.

 

Alexander sagði ennfremur á fundinum að stefnan væri sett á það að búa til gott lið sem gæti blandað sér í toppbaráttuna í efstu deild þegar fram sækir.

 

VF-mynd/ [email protected]Frá undirskrift samninga í gærkvöldi. Alexander Ragnarsson formaður Unglingaráðs UMFN og Unndór Sigurðsson til hægri, nýráðinn þjálfari hjá félaginu.

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024