Unndór hættir hjá Grindavík
Samningur Unndórs Sigurðssonar við kvennakörfuboltalið Grindavíkur verður ekki endurnýjaður að sögn þjálfarans. Þegar síðasta keppnistímabili lauk fyrir skemmstu var tveggja ára samningur Unndórs á enda. Grindavíkurkonur munu því þurfa að leita sér að nýjum þjálfara í sumar fyrir átökin í
,,Stjórnin vildi nýungar,” sagði Unndór í samtali við Víkurfréttir en Unndór hefur átt fínu gengi að fagna með Grindavíkurkonur síðustu tvö ár þar sem hann kom liðinu m.a. í bikarúrslit og undanúrslit Íslandsmótsins.
,,Ég var þokkalega sáttur við árangur okkar á þessum tveimur árum og sér í lagi þegar tekið er mið af því að ungar stelpur voru að koma inn í liðið. Ef Grindavík nær að halda sama mannskap á næstu leiktíð þá eru þær á grænni grein,” sagði Unndór.
Unndór sagði að hann hefði sett liðinu þriggja ára áætlun og að hann hefði vitaskuld viljað fá að klára hana. ,,Ég vona bara að sá þjálfari sem verði ráðinn til liðsins fái tíma til að vera eitthvað áfram með liðið,” sagði Unndór en hvað mun hann