Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ungur og efnilegur til Keflavíkur
Sunnudagur 7. maí 2006 kl. 13:00

Ungur og efnilegur til Keflavíkur

Sigurður Gunnar Þorsteinsson og körfuknattleiksdeild Keflavíkur skrifuðu undir tveggja ára samning í gær.

Í heimasíðu Keflvíkinga keumur fram að Sigurður er 18 ára Ísfirðingur og á að baki 14 unglingalandsleiki og hefur spilað með meistaraflokki KFÍ síðan tímabilið 2003- 2004. Hann er 203 cm miðherji og 111 kg og mun stunda nám samhliða því að æfa og spila með Keflavík.

Stjórn Keflavíkur fagnar samningnum og telur að það sé mikil fengur í að fá Sigurð í liðið enda á ferðinni einn efnilegasti leikmaður landsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024