Ungur markvörður hjá Keflavík á leið til Rangers
Bergsteinn Magnússon er á leið til reynslu hjá skoska stórliðinu Glasgow Rangers. Bergsteinn er 16 gamall markvörður og var fyrirliði U-17 ára landsliðs Íslands á síðasta ári. Hann leikur með 2. flokki Keflavíkur og var varamarkvörður í nokkrum leikjum Keflavíkur í Pepsi-deildinni í sumar. Bergsteinn verður hjá Rangers 23.-28. janúar en þessu er greint frá á keflavik.is.