Ungum íþróttaiðkendum fjölgar
Alls stunda 82% 12 ára barna íþróttir í Reykjanesbæ sem er rúmlega 10% fjölgun iðkenda milli ára. Þetta kemur fram í samantekt Íþróttabandalags Reykjanesbæjar á íþróttaiðkun barna frá 5 - 12 ára á tímabilinu 1. september 2002 til 1. september 2003. Þetta þýðir að 132 börn af 160 í árganginum stunduðu íþróttir. Hafa verður í huga að í iðkendatali íþróttafélaganna kunna að vera börn úr nágrannasveitarfélögum.Nákvæm sundurliðun hefur ekki farið fram út frá póstnúmeri en það er mat ÍRB að hlutfall 12 ára iðkenda sé 80% hjá Reykjanesbæ.
Þó nokkur fjölgun virðist hafa orðið milli ára hjá félögum og deildum og er hlutfallsleg aukning á hverju aldursstigi um 10%. ÍRB telur að nákvæmari skráning á iðkendum kunni þó að hafa einhver áhrif en til að mynda hófst skráning á þátttöku 5 - 6 ára barna í íþróttaskóla.
Sé fylgst með þróun á þátttöku hvers árgangs kemur í ljós að aukningin er enn meiri. Þannig hefur þátttaka árgans 1992 aukist úr 62% í 82% milli ára. Annars staðar virðist aukning á þátttöku einstakra árganga vera um 10 - 15% milli ára.
Fjölgun iðkenda kemur forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar ekki á óvart þar sem Reykjanesbær hefur stutt sérstaklega við þjálfun barna 12 ára og yngri. Að sama skapi hefur faglegt starf íþróttafélaganna aukist og eru íþróttafélög í Reykjanesbæ t.a.m. þau einu sem hlotið hafa sérstaka viðurkenningu frá ÍSÍ fyrir barna og unglingastarf undir formerkjunum "Fyrirmundardeild - Fyrirmyndarfélag".
Íþróttahreyfingin hefur nú til skoðunar í samstarfi við Reykjanesbæ með hvaða hætti sé hægt að efla og styrkja þjálfun unglinga á aldrinum 13 til 18 ára. Þar verður tekist á við brottfallið sem virðist hefjast um allt land við 13 ára aldur.
Um samantekt sáu Jóhann Magnússon formaður ÍRB og Kristinn Jakobsson.
Sjá nánar á vef ÍRB www.irb.is
Þó nokkur fjölgun virðist hafa orðið milli ára hjá félögum og deildum og er hlutfallsleg aukning á hverju aldursstigi um 10%. ÍRB telur að nákvæmari skráning á iðkendum kunni þó að hafa einhver áhrif en til að mynda hófst skráning á þátttöku 5 - 6 ára barna í íþróttaskóla.
Sé fylgst með þróun á þátttöku hvers árgangs kemur í ljós að aukningin er enn meiri. Þannig hefur þátttaka árgans 1992 aukist úr 62% í 82% milli ára. Annars staðar virðist aukning á þátttöku einstakra árganga vera um 10 - 15% milli ára.
Fjölgun iðkenda kemur forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar ekki á óvart þar sem Reykjanesbær hefur stutt sérstaklega við þjálfun barna 12 ára og yngri. Að sama skapi hefur faglegt starf íþróttafélaganna aukist og eru íþróttafélög í Reykjanesbæ t.a.m. þau einu sem hlotið hafa sérstaka viðurkenningu frá ÍSÍ fyrir barna og unglingastarf undir formerkjunum "Fyrirmundardeild - Fyrirmyndarfélag".
Íþróttahreyfingin hefur nú til skoðunar í samstarfi við Reykjanesbæ með hvaða hætti sé hægt að efla og styrkja þjálfun unglinga á aldrinum 13 til 18 ára. Þar verður tekist á við brottfallið sem virðist hefjast um allt land við 13 ára aldur.
Um samantekt sáu Jóhann Magnússon formaður ÍRB og Kristinn Jakobsson.
Sjá nánar á vef ÍRB www.irb.is