Ungu strákarnir sáu um Skagamenn
Keflavík vann í dag nokkuð óvæntan sigur gegn ÍA þegar liðin mættust í Fótbolta.net mótinu á Akranesi. Fyrir leikinn var ÍA á toppi riðilsins með fjögur stig líkt og Breiðablik, en Keflavík var á botninum án stiga.
Það voru hins vegar gestirnir sem komust yfir strax á 6. mínútu en þar var á ferðinni Arnór Ingvi Traustason. Englendingurinn Gary Martin jafnaði hins vegar metin fyrir ÍA stundarfjórðungi síðar, en hann er tiltölulega nýkominn til landsins.
Bojan Stefán Ljubicic skoraði síðan á 65. mínútu og reyndist mark hans duga Keflvíkingum til sigurs.
Frétt frá Fótbolta.net.
Mynd: Arnór Ingvi skoraði í dag.