Ungu stelpurnar sáu um Aftureldingu
Sveindís Jane komin með 12 mörk í 10 leikjum
Ungu leikmennirnir voru í aðalhlutverki enn einu sinni þegar Keflvíkingar báru sigurorð af Aftureldingu í 1. deild kvenna í fótbolta í gær. Lokatölur urðu þar 3-1 á Nettóvelli í Keflavík.
Hin 14 ára Sveindís Jane bætti tveimur mörkum í safnið á tímabilinu, en hún hefur nú skoraði 12 mörk í tíu leikjum í deild og bikar í sumar.
Það var svo Una Margrét Einarsdóttir sem skoraði svo eitt markanna fyrir Keflavík. Önnur ung og efnileg, hin 17 ára Auður Erla Guðmundsdóttir stóð í markinu því Sarah Story var í banni. Auður gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu í leiknum en hún á að baki fjóra leiki í meistaraflokki. Keflvíkingar eru í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig.