Ungu íþróttagarparnir í Víkurfréttir á Netinu
Við hjá Víkurfréttum erum að reyna að fjalla meira um íþróttir yngri flokkana á netsíðu okkar og í blaðinu. Því viljum við ítreka það að fólk getur sent okkur efni á: [email protected] eða hringt í síma 421-4717 frá 13.00-17.00. Foreldrar, forráðamenn og/eða þjálfarar geta því sent okkur úrslit leikja og/eða myndir sem við setjum svo á netsíðuna eða í blaðið. Einnig er hægt að senda okkur efni um atburði eða leiki sem eru á næstunni og við munum reyna að gera okkar besta til að fylgjast með.