Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ungt júdófólk úr Njarðvík stóð sig vel á Íslandsmeistaramóti
Heiðrún Fjóla lenti í 3. sæti í opnum flokki og í öðru sæti í -78kg flokki kvenna. Hér er hún á palli með efstu í opna flokknum.
Þriðjudagur 2. maí 2017 kl. 13:12

Ungt júdófólk úr Njarðvík stóð sig vel á Íslandsmeistaramóti

- Heiðrún Fjóla í 3. sæti í opnum flokki

Njarðvíkingum gekk vel á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í júdó sem fram fór um helgina. Mótið var firnasterkt og mætti allt besta júdófólk landsins til leiks.

Meðalaldur liðs Njarðvíkur á mótinu var 18 ár og vann það til fimm verðlauna. Heiðrún Fjóla varð önnur í -78kg flokki kvenna, Ægir Már Baldvinsson varð annar í -60kg flokki karla, Bjarni Darri Sigfússon varð þriðji í -73kg flokki karla og Gunnar Gustav Logason varð annar í +100kg flokki karla. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í opnum flokki kvenna er keppt óháð þyngd og má segja að sigurvegarar í þeim flokkum séu bestu júdómenn landsins. Heiðrún Fjóla gerði sér lítið fyrir og varð þriðja í þeim flokki.  

Í tilkynningu frá júdódeild Njarðvíkur segir að árangurinn sé sögulegur því að aldrei hafi jafn margir júdómenn úr Njarðvík unnið til verðlauna á Íslandsmeistaramóti fullorðinna.

Guðmundur Gunnarsson þjálfari Njarðvíkur á spjalli við Bjarna Darra.

Bjarni Darri á verðlaunapalli.

Ægir Már að keppa í úrslitum.