Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ungt fimleikafólk gerði góða hluti á þrepamóti
Þessar voru meðal vinningshafa á mótinu.
Fimmtudagur 6. febrúar 2014 kl. 13:48

Ungt fimleikafólk gerði góða hluti á þrepamóti

- Efnilegir og duglegir krakkar.

20 keppendur frá Fimleikadeild Keflavíkur tóku þátt á þrepamóti FSÍ fyrir 4. - 5. þrep sem haldið fyrir skömmu í íþróttamiðstöðinni Björk í Hafnarfirði. Góð þátttaka var á mótinu og voru yfir 360 iðkendur skráðir til keppni.

Vinningshafar frá Fimleikadeild Keflavíkur voru eftirtaldir:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stúlkur 5. þrep - 10 ára

Lovísa Björk Davíðsdóttir, 2. sæti á tvíslá og 6. sæti í fjölþraut

Stúlkur 5. þrep - 11 ára

Hildur Björg Hafþórsdóttir, 3. sæti á jafnvægisslá og 6. sæti í fjölþraut

Stúlkur 5. þrep - 12 ára og eldri

Inga Jódís Kristjánsdóttir, 1. sæti á stökki, 3. sæti á tvíslá og 5. sæti í fjölþraut

Jóna Kristín Einarsdóttir, 3. sæti á gólfi og 7. sæti í fjölþraut

Strákar 5. þrep - 9 ára

Jón Valur Ólason, 3. sæti á tvíslá og 2. sæti á svifrá.

Strákar 5. þrep - 10 ára

Alexíus Anton Ólason, 1. sæti á gólfi, 2. sæti á stökki og 3. sæti á tvíslá.

Strákar 5. þrep - 11 ára

Atli Vikar Björnsson, 3. sæti á svifrá.

Samúel Skjöldur Ingibjargarson, 1. sæti á svífrá.

Strákar 5. þrep - 12 ára og eldri

Magnús Orri Arnarson, 1. sæti á stökki og 3. sæti á bogahesti.

Meðfylgjandi eru myndir frá mótinu.