Unglingalandsliðið snýr aftur frá NMU
Íslenska ungmennalandsliðið í sundi sneri aftur til landsins í dag eftir góða ferð til Danmerkur á Norðurlandamót unglinga.
Liðið lenti í 4. sæti í heildarstigakeppninni á undan Noregi, Eistlandi og Færeyjum og unnu til fjölda verðlauna jafnt í einstalkingsgreinum sem og boðsundum.
ÍRB átti tvo fulltrúa í landsliðinu, þau Birki Má Jónsson og Helenu Ósk Ívarsdóttur, sem stóðu sig með prýði og vann Birkir m.a. til bronsverðlauna ásamt öðrum í 4x100m fjórsundi.
VF-myndir/Þorgils Jónsson