Unglinga – og drengjaflokkar á Suðurnesjum
Þeir leikmenn í körfuknattleik sem farnir eru að banka á dyrnar hjá meistaraflokkunum leika annað hvort í unglingaflokki eða drengjaflokki. Suðurnesjaliðin halda úti 7 liðum í þessum flokkum sem eru að standa sig með miklum ágætum.
Í unglingaflokki karla eru Njarðvíkingar efstir í deildinni með 5 sigra í 5 leikjum en Keflavík vermir 7. sætið með 2 sigra og 2 töp í 4 fjórum leikjum. Í 8. sæti koma svo Grindvíkingar, þeir hafa leikið 5 leiki, tapað 3 og unnið 2.
Staðan í unglingaflokki karla
Keflavíkurstúlkur eru í 2. sæti í unglingaflokki kvenna en þær hafa sigrað í báðum viðureignum sínum. Haukastúlkur verma efsta sætið með 3 sigra í röð.
Í 3. sæti eru Grindvíkingar með 4 stig eftir 4 leiki, tapað 2 og unnið 2. Njarðvíkurstúlkur eru svo í 4. sæti eftir 5 leiki en þær hafa tapað 3 viðureignum og unnið 2.
Staðan í unglingaflokki kvenna
Í drengjaflokki eru aðeins Keflvíkingar sem halda úti liði í keppninni af Suðurnesjaliðunum en þeir eru í 4. sæti A-riðils í drengjaflokki eftir 4 leiki. Þeir hafa tapað 3 leikjum og unnið 1.
Staðan í drengjaflokki karla, A-riðill
Áður en langt verður um liðið eiga körfuboltaunnendur eftir að sjá þessa leikmenn láta að sér kveða í efstu deild og sumir þeirra eru þegar byrjaðir að stimpla sig inn.