Ungir sundmenn á skemmtimóti
Í blíðskaparveðri sunnudaginn 28. september fór fram Skemmtimót Íslandsbanka og UMFN í sundmiðstöðinni í Keflavík. Keppt var í tækni í óhefðbundum greinum og ekki var tekinn tími á sundmönnunum. Hugsunin á bak við þetta mót er að kenna ungviðinu að það þurfi fyrst að kunna að synda vel og rétt áður en hægt er að synda á fullum hraða. Þetta var því gott mót fyrir yngri sundmenn áður en farið er í alvöru keppni. Keppt var með froskalappir og syntar voru óvenjulegar keppnisvegalengdir eins og 75 og 150m sund. Allir sundmenn fengu verðlaun fyrir þátttöku og einnig fengu þeir sem sköruðu tæknilega fram úr í hverjum flokki sérstök verðlaun. Íslandsbanki í Keflavík gaf öll verðlaun á mótið. Þetta mót hefur verið vinsælt undanfarin ár og finnst börnunum sérstaklega skemmtilegt að taka þátt í þessum óhefðbundnu keppnisgreinum.
Þátttökuliðin í ár voru Njarðvik, Keflavík og Þróttur í Vogum.
Stigahæstu einstaklingar
11 – 12 ára sveinar:
Óskar Rafael Karlsson, UMFN
11 – 12 ára meyjar:
Elísabet Rós Ómarsdóttir, Þrótti
10 ára hnátur:
Soffía Klemenzdóttir, Keflavík
10 ára hnokkar:
Eyþór Ingi Júlíusson, Keflavík
9 ára hnátur:
Lilja Ingimarsdóttir, Keflavík
9. ára hnokkar:
Hákon Þór Harðarson, Þrótti
Ljósmynd: Þátttakendur á mótinu.