Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ungir og efnilegir Keflvíkingar
Ungar og uppaldar: Elfa Karen Magnúsdóttir (16 ára), Aníta Bergrán Eyjólfsdóttir (15 ára), Gunnhildur Hjörleifsdóttir (17 ára), Kristrún Blöndal (16 ára) og Saga Rún Ingólfsdóttir (16 ára).
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 10. desember 2021 kl. 22:04

Ungir og efnilegir Keflvíkingar

Átta ungir og efnilegir Keflvíkingar skrifuðu nýverið undir sinn fyrsta samning við félagið, fimm knattspyrnukonur og þrír knattspyrnumenn.

Mikill uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnu í Keflavík og verið haldið vel utan um leikmenn liðsins. Nú á dögum skrifuðu fimm leikmenn, ungar og uppaldar hjá Keflavík, undir sinn fyrsta samning við meistaraflokk kvenna sem gildir út næstu þrjár leiktíðir, eða til ársins 2023.

Þá skrifuðu einnig þrír flottir ungir og efnilegir drengir undir sinn fyrsta samning við Keflavík á dögunum. Þeir eru allir miklir Keflvíkingar og er miklu búist við af þessum strákum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurður Orri Ingimarsson, Guðjón Stefánsson og Jökull Máni Jakobsson sem allir eru fæddur árið 2003.


Miklar vonir eru bundnar við þessa flottu krakka og fylgir því mikil tilhlökkum að sjá þá þróun sem leikmenn og persónur í Keflavíkurbúningnum segir á Facebook-síðu knattpyrnudeildar Keflavíkur.