Ungir leikmenn skrifa undir hjá Njarðvík
Einar Valur Árnason og Kristinn Örn Agnarsson undirrituðu í gær nýja samninga til næstu tveggja ára. Báðir leikmennirnir eru uppaldir hjá félaginu. Einar Valur sem er 21 árs á að baki 59 leiki og hefur skorað 1 mark síðan 2004. Kristinn Örn á að baki 186 leiki og gert 19 mörk í þeim.
Njarðvíkingar leika í 2. deild á næsta ári eftir erfitt gengi í fyrstu deildinni í sumar.
(Sjá heimasíðu UMFN, www.umfn.is)