Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ungir kylfingar úr GS æfa við frábærar aðstæður á Spáni
Föstudagur 23. mars 2012 kl. 09:05

Ungir kylfingar úr GS æfa við frábærar aðstæður á Spáni



Ungir kylfingar í Golfklúbbi Suðurnesja hafa dvalið við golfæfingar á Costa Ballena golfsvæðinu á Spáni þessa vikuna. Erla Þorsteinsdóttir, íþróttastóri GS og golfkennari hefur stýrt æfingum og leik ungmennana við frábærar aðstæður.

„Þetta hefur gengið vel og krakkarnir eru í skýjunum enda eru aðstæður hér eins og þær gerast bestar. Við höfum æft og spilað golf allan daginn og notið þess að dvelja hér,“ sagði Erla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem ungmennahópur á vegum Golfklúbbs Suðurnesja fer til æfinga en undirbúningur fyrir ferðina hefur staðið yfir allt síðastliðið ár. Sautján kylfingar á aldrinum 11 til 19 ára eru í hópnum og hefur allt gengið mjög vel. „Þetta er bara æði að vera hérna og geta gengið út á golfsvæðið frá hótelinu,“ sögðu krakkarnir.

Á efri myndinni má sjá yngri hópinn hjá GS en á þeirri neðri eru þau eldri. Hér að neðan má sjá Erlu Þorsteinsdóttur á æfingasvæðinu með krökkunum. VF-myndir/Páll Ket.