Ungir knattspyrnukappar á ferð
Knattspyrnuæfingar á vegum knattspyrnudeildar Keflavíkur fyrir börn fædd 2010 og 2011 hefjast þriðjudaginn 29. september. Þrátt fyrir að um fótboltaæfingar sé að ræða þá er mikil áhersla á leiki, boltaæfingar, þrautabrautir og fjölbreytta hreyfingu.
Æfingarnar eru eins konar „íþróttaskóli“ þar sem knattspyrnan er höfð að leiðarljósi. Áhersla er lögð á heildarþroska barnsins, jafnt andlegan sem líkamlegan, eflingu félagsþroska ásamt aukinni hreyfifærni.
Þjálfarar eru íþróttafræðingarnir Gunnar Magnús Jónsson og Ragnar Steinarsson.