Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ungir Keflvíkingar æfðu með W.B.A
Miðvikudagur 23. febrúar 2011 kl. 15:20

Ungir Keflvíkingar æfðu með W.B.A

Arnór Ingvi Traustason er 17 ára gamall leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu. Á dögunum bauðst Arnóri ásamt liðsfélaga sínum Ásgrími Rúnarssyni að æfa með enska úrvalsdeildarliðinu W.B.A í vikutíma. Félögin hafa verið í samstarfi undanfarið og í fyrra sumar komu tveir leikmenn W.B.A til Keflvíkinga til reynslu og núna fengu þessir tveir af efnilegustu knattspyrnumönnum Keflvíkinga að spreyta sig hjá þessu fornfræga félagi. Víkurfréttir náðu tali af Arnóri Ingva og forvitnaðist um ferð þeirra.

Hvernig leist ykkur á aðstæður hjá félaginu?
„Þær eru mjög góðar og snyrtilegar, allir eru félagar þarna og vel séð um strákana. Svo borðuðu allir saman, bæði aðalliðið og unglingaliðið, það var gaman að sjá aðalliðið þarna. Birmingham er einnig ágæt borg og frekar stór. Þ.a.l. eru strákarnir mun einangraðari en hérna heima. Strákarnir eru ekkert að hittast eftir æfingar eins og tíðkast hjá okkur.“

„Hann var rekinn degi áður en við komum, svo að nei því miður fengum við ekki að hitta stjórann. Svo var Roy Hodgson ráðinn á meðan við vorum úti en við sáum hann ekki heldur. Við æfðum með liði félagsins sem er skipað leikmönnum 18 ára og yngri. Eftir okkar æfingu litum við á aðalliðið þar sem þeir undirbjuggu sig fyrir leik gegn West Ham,“ sagði Arnór aðspurður um hvort þeir hefðu æft undir stjórn Roberto Di Matteo með aðalliði W.B.A.


Nánar verður fjallað um ferð þeirra félaga í prentútgáfu Víkurfrétta á morgun.

Mynd úr einkasafni: Arnór vinstra megin og Ásgrimur með honum á æfingarsvæðinu hjá W.B.A.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024