RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Íþróttir

Ungir afreksmenn á Toyotamóti
Mánudagur 2. maí 2005 kl. 17:08

Ungir afreksmenn á Toyotamóti

Laugardaginn 30. apríl fór fram Toyota-mót 8. flokks í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni. Þar voru ungir knattspyrnusnillingar á ferð, 4-6 ára. Þetta var stór dagur hjá krökkunum, enda fyrsta mótið hjá
allflestum keppendum. Aldrei áður hefur mót fyrir þennan aldursflokk verið haldið á vegum knattspyrnudeildar Keflavíkur og því um tilraun að ræða.

Mótið tókst mjög vel og voru keppendur sem og allir þeir sem komu við í Höllinni mjög ánægðir með mótið. Leikgleðin leyndi sér ekki og skipti hjá mörgum engu máli í hvort markið var skorað!! Í mótinu voru leiknir 42 leikir (leiktími 1 x 6 mín.) og í þeim voru skoruð 140 mörk sem gerir 3,33 mörk að meðaltali í leik, frábær árangur það. Úrslit leikja voru ekki skráð og þ.a.l. engir sigurvegarar krýndir, sigurvegarar dagsins voru þeir sem tóku þátt. Þátttökufélög í mótinu voru Keflavík með 5 lið, FH með 4 lið, ÍR með 3 lið og Þróttur Reykjavík með 3 lið og var heildarfjöldi keppenda 130.

Fjöldi manns mætti í Höllina til að fylgjast með ungu snillingunum og má áætla að heildarfjöldinn hafi verið um 300-400 manns. Í mótslok fengu allir þátttakendur verðlaunapening og gómsæta pizzu frá Ingó á Langbest. Það er næsta víst, af þessu móti að dæma, að mót fyrir þennan aldurshóp eru komin til að vera.

Af vef Keflavíkur

 

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025