Ungbörnin spreyta sig í sundlauginni
„Að kenna Ungbarnasund er það skemmtilegasta sem ég geri. Mér líður aldrei eins og ég sé að fara að mæta í vinnuna þegar ég vakna á laugardagsmorgnum, þetta eru virkilega gefandi gleðistundir,“ segir Jóhanna Ingvarsdóttir, íþróttafræðingur og ungbarnasundkennari. Hún hefur síðan 2014 verið með ungbarnasund í sundlaug Akurskóla í Reykjanesbæ. Yngstu börnin sem mæta eru átta vikna gömul. Ungbarnasundsnillingar ásamt foreldrum þeirra verða í Suðurnesjamagasíni sem er frumsýnt á fimmtudagskvöld kl. 19:30.