UNG: Myndi ræna banka
Hafrún Ólöf er á leið í 10. bekk í Holtaskóla. Hana langar að verða innanhúsarkitekt í framtíðinni og hún væri til í að hitta Justin Bieber.
Hvað gerirðu eftir skóla?
Eftir skóla fer ég bara að læra, á æfingu og svo að hitta vini.
Hver eru áhugamál þín?
Áhugamálin mín eru að dansa, hanga með vinum, horfa á bíómyndir og lesa.
Uppáhalds fag í skólanum?
Stærðfræði.
En leiðinlegasta?
Íslenska.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Klárlega Justin Bieber.
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Ósýnileg.
Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Innanhúsarkitekt.
Hver er frægastur í símanum þínum?
Anja Ananas.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Ég hef ekki hitt einn merkilegan.
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?
Ræna banka.
Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?
Venjulegur.
Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu?
Sérstök.
Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla?
Skemmtilegir krakkar.
Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Ég veit ekki.
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Ekki hugmynd
Besta:
Bíómynd?
Suck in love.
Sjónvarpsþáttur?
Pretty Little Liars og The Vamipire Diaries.
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Justin Bieber og One direction.
Matur?
Pizza.
Drykkur?
Rautt Fanta.
Leikari/Leikkona?
Channing Tatum.
Fatabúð?
Forever 21 og H&M.
Vefsíða?
Tumblr.
Bók?
Fault in our stars.