Undirrituðu nýja samninga við Keflavík
Hafa saman leikið 36 keppnistímabil.
Þrír af reyndustu leikmönnum Knattspyrnudeildar Keflavíkur hafa skrifað undir nýja samninga við félagið en það eru þeir Hörður Sveinsson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson. Jóhann samdi til eins árs en Hörður og Magnús gerðu samning til tveggja ára. Piltarnir eiga að baki langan og farsælan feril hjá Keflavík en þess má geta að saman hafa þeir leikið 36 keppnistímabil með liðinu og eiga alls 546 deildarleiki og 139 mörk fyrir félagið.
Knattspyrnudeildin vill lýsa ánægju sinni með það að þessir öflugu Keflvíkingar spili áfram fyrir liðið sitt.