Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Undanúrslitum lýkur í kvöld
Sunnudagur 3. febrúar 2008 kl. 11:48

Undanúrslitum lýkur í kvöld

Von er á hörkuspennandi baráttuleik þegar Grindavík tekur á móti Keflavík í undanúrslitum Lýsingarbikarinns í kvennakörfuknattleik. Leikurinn fer fram í Röstinni í Grindavík og hefst kl. 19:15. Það lið sem hefur sigur í leiknum mætir Haukum í úrslitum bikarkeppninnar í Laugardalshöll sunnudaginn 24. febrúar næstkomandi.

 

Fyrirfram töldu flestir að Íslands- og bikarmeistarar Hauka myndu leika til úrslita sem og þær gerðu er þær lögðu Fjölni örugglega síðastliðið föstudagskvöld en töluvert þyngra er að rýna í rimmu Grindavíkur og Keflavíkur. Bæði liðin hafa skipst á því að ná sigrum fram gegn hvoru öðru og því ljóst að dagsformið og það liðs sem hungrar meira í Höllina sem fer með sigur úr býtum í leik kvöldsins.

 

Þá mætast Skallagrímur og Fjölnir í Borgarnesi í karlaflokki í undanúrslitum og það lið sem hefur sigur í Fjósinu í kvöld mætir Snæfellingum í Höllinni.

 

VF-Mynd/ [email protected] - Mikið mun mæða á Tiffany Roberson, miðherja Grindavíkur, en gular eru jafnan illar viðureignar þegar Roberson finnur fjölina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024