Undanúrslitin í bikarnum í dag. Keflavík mætir HK á Laugardalsvelli
Keflavík mætir HK í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ í dag. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 14.
Sigri Keflavík í dag mæta þeir liði KA í úrslitum, en þeir slógu nýkrýnda Íslandsmeistara FH út í hinum undanúrslitaleiknum í gær.
Möguleikar Keflvíkinga í leiknum í dag hljóta að teljast nokkuð góðir, en HK leikur í 1. deild á meðan Keflavík hafnaði í 5. sæti úrvalsdeildar. Engu að síður hafa HK sýnt og sannað að þeir eru til alls líklegir og slógu þeir m.a. út Skagamenn á leið sinni í undanúrslitin.
Milan Stefán Jankovic, þjálfari Keflavíkur, og Zoran Daníel Ljubicic, fyrirliði, hafa báðir lagt áherslu á að ekki verði um vanmat að ræða hjá þeim og þeir muni mæta reiðubúnir til þessa leiks.
Mikil bikarstemmning hefur myndast í Keflavík þar sem rútuferðir verða farnar frá Sundlaugarkjallaranum klukkan 12.30.
VF-mynd: Úr leik Fylkis og Keflavíkur í 8-liða úrslitum bikarsins
Sigri Keflavík í dag mæta þeir liði KA í úrslitum, en þeir slógu nýkrýnda Íslandsmeistara FH út í hinum undanúrslitaleiknum í gær.
Möguleikar Keflvíkinga í leiknum í dag hljóta að teljast nokkuð góðir, en HK leikur í 1. deild á meðan Keflavík hafnaði í 5. sæti úrvalsdeildar. Engu að síður hafa HK sýnt og sannað að þeir eru til alls líklegir og slógu þeir m.a. út Skagamenn á leið sinni í undanúrslitin.
Milan Stefán Jankovic, þjálfari Keflavíkur, og Zoran Daníel Ljubicic, fyrirliði, hafa báðir lagt áherslu á að ekki verði um vanmat að ræða hjá þeim og þeir muni mæta reiðubúnir til þessa leiks.
Mikil bikarstemmning hefur myndast í Keflavík þar sem rútuferðir verða farnar frá Sundlaugarkjallaranum klukkan 12.30.
VF-mynd: Úr leik Fylkis og Keflavíkur í 8-liða úrslitum bikarsins