UNDANÚRSLIT RENAULT-BIKARSINS Á SUNNUDAG
Njarðvíkingar þurfa að taka aftur fram skóna á sunnudag kl. 20 en þá mætaÓlafur Jón Ormsson og félagar hans í KR til að kljást við okkar menn íundanúrslitum Renaultbikarkeppninnar. Engar fregnir hafa borist þess efnisað leiknum verði frestað og því rík ástæða til að hvetja Njarðvíkinga ogaðra áhangendur körfuknattleiksins til að fjölmenna og styðja Njarðvíkingaí þessum leik. Á sama þurfa Grindvíkingar að takast á við fyrrum félagasína, þá Guðmund Bragason og Marel Guðlaugsson, í Haukum. Hafnfirðingarhafa leikið vel að undanförnu og þurfa Grindvíkingar á toppleik að haldatil að komast í úrslitaleikinn eftirsóknarverða.Í kvennaboltanum mætast í bikarnum toppliðin KR og Keflavík öðru sinni áörfáum dögum og má segja að hér sé á ferð úrslitaleikur bikarkeppninnar.Leikurinn fer frá á sunnudag í KR-húsinu og hefst kl. 17:30.