Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 19. janúar 2000 kl. 18:41

UNDANÚRSLIT RENAULT-BIKARSINS Á SUNNUDAG

Njarðvíkingar þurfa að taka aftur fram skóna á sunnudag kl. 20 en þá mæta Ólafur Jón Ormsson og félagar hans í KR til að kljást við okkar menn í undanúrslitum Renaultbikarkeppninnar. Engar fregnir hafa borist þess efnis að leiknum verði frestað og því rík ástæða til að hvetja Njarðvíkinga og aðra áhangendur körfuknattleiksins til að fjölmenna og styðja Njarðvíkinga í þessum leik. Á sama þurfa Grindvíkingar að takast á við fyrrum félaga sína, þá Guðmund Bragason og Marel Guðlaugsson, í Haukum. Hafnfirðingar hafa leikið vel að undanförnu og þurfa Grindvíkingar á toppleik að halda til að komast í úrslitaleikinn eftirsóknarverða. Í kvennaboltanum mætast í bikarnum toppliðin KR og Keflavík öðru sinni á örfáum dögum og má segja að hér sé á ferð úrslitaleikur bikarkeppninnar. Leikurinn fer frá á sunnudag í KR-húsinu og hefst kl. 17:30.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024