Undanúrslit kvenna hefjast í dag
Undanúrslit Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta hefjast í dag með tveimur leikjum. Keflvíkingar fá
KR-inga í heimsókn í Toyotahöllina og Njarðvíkingar fara til Hveragerðis og etja kappi við deildarmeistara Hamars.
Sigra þarf þrjá leiki til að komast áfram og ljóst að hart verður barist en báðir þessir leikir hefjast klukkan 16:00.
Efri mynd: Shayla Field leikmaður Njarðvíkurí leik gegn Haukum.
Neðri mynd: Birna Valgarðsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir eigast hér við en Margrét Kara er í leikbanni í fyrstu tveimur leikjunum.