Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Undanúrslit í Powerade-bikarnum í kvöld
Föstudagur 3. október 2008 kl. 18:21

Undanúrslit í Powerade-bikarnum í kvöld

Það eru tveir stórleikir sem fara fram í Powerade-bikar karla í kvöld. Keflavík mætir KR kl. 19:00 og kl. 21:00 etja Grindavík og Snæfell kappi. Báðir þessir leikir fara fram í Laugardalshöllinni.

Bæði Keflavík og Grindavík komust tiltölulega auðveldlega í undanúrslitin. Keflavík vann Þór Ak. 100-81 í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ og Grindavík vann öruggan sigur á Njarðvík, 104-86. Báðir leikirnir fóru fram síðastliðinn miðvikudag.

Úrslitaleikurinn í karlaflokki fer svo fram á sunnudaginn klukkan 16:30, eða strax á eftir úrslitaleik KR og Keflavíkur í kvennaflokki. Sá leikur hefst klukkan 14:00.

VF-MYND/Hilmar Bragi: Jón Norðdal og félagar í Keflavík mæta KR í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024