Una Rós tryggði Grindavík fyrsta sigurinn
Grindavík vann fyrsta sigur sinn í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í gær þegar Grindvíkingar tóku á móti HK á Stakkavíkurvöllinn í Safamýri. Fyrirliðinn Una Rós Unnarsdóttir skoraði eina mark leiksins á sjöundu mínútu.
Sigur Grindvíkinga er ábyggilega kærkominn en liðið hefur verið að missa óvenjumarga leikmenn í meiðsli að undanförnu, sem dæmi eru þær Dröfn Einarsdóttir og Ísabel Jasmín Almarsdóttir að glíma við beinbrot, Dröfn er með brotið bringubein og Ísabel Jasmín er ristarbrotin.
Grindavík mætir Aftureldingu í næstu umferð sem hefst fimmtudaginn 23. maí.