Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Una Rós tryggði Grindavík fyrsta sigurinn
Fyrirliðinn Una Rós brosir sínu breiðasta (fyrir miðri mynd) í sigurleik gegn Smára í fyrstu umferð Mjólkurbikars kvenna í ár. Mynd/Petra Rós Ólafsdóttir
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 14. maí 2024 kl. 08:23

Una Rós tryggði Grindavík fyrsta sigurinn

Grindavík vann fyrsta sigur sinn í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í gær þegar Grindvíkingar tóku á móti HK á Stakkavíkurvöllinn í Safamýri. Fyrirliðinn Una Rós Unnarsdóttir skoraði eina mark leiksins á sjöundu mínútu.

Sigur Grindvíkinga er ábyggilega kærkominn en liðið hefur verið að missa óvenjumarga leikmenn í meiðsli að undanförnu, sem dæmi eru þær Dröfn Einarsdóttir og Ísabel Jasmín Almarsdóttir að glíma við beinbrot, Dröfn er með brotið bringubein og Ísabel Jasmín er ristarbrotin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík mætir Aftureldingu í næstu umferð sem hefst fimmtudaginn 23. maí.