Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Una Margrét leikur í Louisiana
Fimmtudagur 2. febrúar 2017 kl. 11:13

Una Margrét leikur í Louisiana

Hefur háskólanám í haust

Una Margrét Einarsdóttir leikmaður Keflavíkur í 1. deildinni í fótbolta hefur samið við bandaríska háskólann University of Louisiana Lafayette og mun hún sækja þar nám og leika með liði skólans frá og með haustinu.

Una er 19 ára og uppalin í Garðinum. Hún hefur frá táningsaldri verið einn af betri leikmönnum Keflavíkurliðsins og verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024