Umrót hjá Grindavík. Efast um að Guðjón komi
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gefið upp nær alla von um að fá Guðjón Þórðarson til að þjálfa meistaraflokk liðsins. Þetta sagði Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri deildarinnar, í samtali við Víkurfréttir. Guðjón hefur dregið fæturna í að skrifa undir samning við þá í langan tíma og er nú staddur erlendis þar sem hann ræðir við nokkur þarlend lið.
Lúkas Kostic, sem þjálfaði liðið á árunum 1994-1995, var boðið starfið en hafnaði tilboði Grindvíkinga. Ákvörðun hans voru nokkur vonbrigði fyrir stjórn knattspyrnudeildarinnar sem ætlar í framhaldinu að funda með styrktaraðilum sínum og hluthöfum. Ingvar sagði að þeir gerðu sér vonir um að leysa úr þessum málum sem allra fyrst.
Leikmannamál liðsins hafa einnig verið í brennidepli og er nú ljóst að Óli Stefán Flóventsson mun leika með liðinu næstu 3 árin. Óli Stefán var nær búinn að ákveða að yfirgefa herbúðir liðsins en snerist hugur, stuðningsmönnum og stjórnarmönnum til mikils léttis. Aðra sögu er að segja um markahrókinn Gréta Ólaf Hjartarson sem mun yfirgefa klúbbinn hvort sem hann fari til liðs hérlendis eða í Evrópuboltanum.
Mynd úr leik Grindavíkur í sumar
Lúkas Kostic, sem þjálfaði liðið á árunum 1994-1995, var boðið starfið en hafnaði tilboði Grindvíkinga. Ákvörðun hans voru nokkur vonbrigði fyrir stjórn knattspyrnudeildarinnar sem ætlar í framhaldinu að funda með styrktaraðilum sínum og hluthöfum. Ingvar sagði að þeir gerðu sér vonir um að leysa úr þessum málum sem allra fyrst.
Leikmannamál liðsins hafa einnig verið í brennidepli og er nú ljóst að Óli Stefán Flóventsson mun leika með liðinu næstu 3 árin. Óli Stefán var nær búinn að ákveða að yfirgefa herbúðir liðsins en snerist hugur, stuðningsmönnum og stjórnarmönnum til mikils léttis. Aðra sögu er að segja um markahrókinn Gréta Ólaf Hjartarson sem mun yfirgefa klúbbinn hvort sem hann fari til liðs hérlendis eða í Evrópuboltanum.
Mynd úr leik Grindavíkur í sumar