Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Umhverfisdagur Keflvíkinga á kosningadaginn
Föstudagur 26. apríl 2013 kl. 17:17

Umhverfisdagur Keflvíkinga á kosningadaginn

Félagar í Keflavík, Íþrótta- og ungmennafélagi ætla að taka til í nærumhverfi sínu á kosningadaginn, nk. laugardag og halda þá sérstakan umhverfisdag.

„Það er okkar markmið að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, þau séu snyrtileg og okkur til sóma. Viljum við því sýna gott fordæmi með því að efna til umhverfisdags innan félagsins þar sem stjórnarmönnum og öðrum félagsmönnum gefst kostur á að koma og leggja sitt af mörkum. Viljum einnig beina þeim tilmælum til okkar stuðningsmanna og annarra sem koma og styðja við bakið á iðkendum um að ganga ætíð vel um íþróttasvæðin „Hreint land fagurt land“, sagði Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur.

Deildar félagsins skipta á milli sín svæðum og taka til í kringum sitt „starfssvæði“, húsakynni eða íþróttasvæði. Dagskráin stendur á milli kl. 10 og 12 og er endað með grillveislu kl. 12 þar sem boðið verður upp á hamborgara að hætti formannsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024