Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

UMFN dæmdur 20-0 sigur á Skallagrími
Mánudagur 31. október 2005 kl. 15:13

UMFN dæmdur 20-0 sigur á Skallagrími

Körfuknattleiksliði UMFN hefur verið dæmdur sigur á Skallagrími, 20-0, eftir að Skallagrímur notaði ólöglegan leikmann, Dimitar Kharadzovski, í leik liðanna í Iceland Express deildinni þann 13. október sl. Njarðvík vann leikinn með fimm stiga mun, 96-91, en þau úrslit voru ógild og öll tölfræði leikmanna þar með.

Valþór S. Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar UMFN, sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri ánægður með úrskurðinn. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að kæra leikinn þrátt fyrir að við höfum unnið. Ef við hefðum tapað hefðum við kært þannig að við verðum að vera sjálfum okkur samkvæmir. Málið snýst einfaldleiga um að lið eiga ekki að komast upp með að brjóta lög KKÍ viljandi.“

Keflvíkingar lögðu einnig fram kæru vegna sama leikmanns, en hann lék með Skallagrími gegn Keflavík nokkrum dögum síðar. Þeirri kæru var hins vegar vísað frá dómi, þar sem það var ekki tækt til meðferðar. Keflvíkingar kærðu leikmanninn sjálfan en ekki körfuknattleiksdeild félagins.

Ekki náðist í talsmann körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.

VF-Mynd/Þorgils: Kharadzovski í leiknum gegn Njarðvík
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024