Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

UMFN B meistari b-liða í 2. deild
Mánudagur 23. apríl 2007 kl. 17:12

UMFN B meistari b-liða í 2. deild

Úrslitaleikurinn hjá b-liðum í 2. deild karla í körfuknattleik fór fram í Íþróttahúsi Kennaraháskólans í gær þar sem Njarðvíkingar tryggðu sér titilinn með sigri á Grindavík. Lokatölur leiksins voru 80-74 Njarðvíkingum í vil. Sigurinn kom ekki slysalaust þar sem þeir Rúnar Ingi Erlingsson og Hjörtur Hrafn Einarsson þurftu á læknisaðstoð að halda eftir leik en þeir félagar lentu í samstuði og þurftu að fá nokkur spor í höfuðið. Strákarnir verða þó komnir á gott ról áður en verkefni með U 18 ára landsliðinu hefjast.

 

Á heimasíðu Njarðvíkinga, www.umfn.is segir að Óskar Örn Hauksson, leikmaður knattspyrnuliðs KR fái sinn gullverðlaunapening afhentan við fyrsta tækifæri þar sem hann lék einn leik með liðinu í vetur. Óskar tjáði Fréttablaðinu í úrslitakeppninni í Iceland Express deild karla að hann héldi með Njarðvík í rimmunni þrátt fyrir að vera leikmaður KR. Óskar er borinn og barnfæddur Njarðvíkingur og uppskar fyrir yfirlýsingu sína smá stríðni frá söngvasveitum KR en það var nú meira í gamni gert og má fastlega gera ráð fyrir því að KR kórinn styðji vel við bakið á Óskari og félögum í Landsbankadeildinni í sumar.

 

www.umfn.is

 

VF-mynd/ [email protected] - Rúnar Ingi fékk nokkur spor í höfuðið eftir samstuð við Hjört félaga sinn. Strákarnir verða þó ekki lengi frá vegna þessa.

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024