UMFG og UMFN leika heima
Fimm leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15.
Topplið Grindavíkur tekur á móti Hamri/Selfoss í Röstinni en Hamar/Selfoss hefur unnið báða leiki sína í deildinni til þessa, rétt eins og Grindvíkingar.
Njarðvíkingar taka á móti Haukum í Ljónagryfjunni en Haukar duttu naumlega út úr Hópbílabikarnum um daginn gegn Grindavík. Haukar eru á botni deildarinnar en þeir töpuðu gegn Grindavík og Fjölni í fyrstu leikjum tímabilsins.
Keflvíkingar leika ekki í umferð kvöldsins þar sem þeir eru staddir erlendis vegna Evrópukeppninnar í körfuknattleik. Íslandsmeistararnir máttu sætta sig við tap í gærkvöldi gegn finnska liðinu Lappeenrante, 92-77. Þeir leika aftur á morgun og þá gegn BK Riga og hefst leikurinn kl. 15:30 að íslenskum tíma.
Staðan í Iceland Express deildinni
Topplið Grindavíkur tekur á móti Hamri/Selfoss í Röstinni en Hamar/Selfoss hefur unnið báða leiki sína í deildinni til þessa, rétt eins og Grindvíkingar.
Njarðvíkingar taka á móti Haukum í Ljónagryfjunni en Haukar duttu naumlega út úr Hópbílabikarnum um daginn gegn Grindavík. Haukar eru á botni deildarinnar en þeir töpuðu gegn Grindavík og Fjölni í fyrstu leikjum tímabilsins.
Keflvíkingar leika ekki í umferð kvöldsins þar sem þeir eru staddir erlendis vegna Evrópukeppninnar í körfuknattleik. Íslandsmeistararnir máttu sætta sig við tap í gærkvöldi gegn finnska liðinu Lappeenrante, 92-77. Þeir leika aftur á morgun og þá gegn BK Riga og hefst leikurinn kl. 15:30 að íslenskum tíma.
Staðan í Iceland Express deildinni