Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

UMFG mætir Keflavík
Þriðjudagur 25. október 2005 kl. 17:47

UMFG mætir Keflavík

Búið er að raða í 8 liða úrslit í Hópbílabikarkeppni karla í körfuknattleik. Leikirnir í 8 liða úrslitunum munu fara fram dagan 3. – 8. nóvember.

Njarðvíkingar mæta ÍR en þeir eiga harma að hefna þar sem ÍR-ingar slógu Njarðvíkinga út í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. Fyrri leikur liðanna fer fram í Ljónagryfjunni þann 3. nóvember kl. 19:.

Grindavík mætir Keflavík og þar verða án efa hörkuleikir á ferð en Keflvíkingar slógu Grindvíkinga út í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. Fyrri leikur liðanna fer fram í Grindavík þann 6. nóvember kl. 18:15.

Önnur lið sem mætast eru Skallagrímur og Fjölnir og svo KR og Snæfell en Snæfellingar urðu Hópbílabikarmeistarar í fyrra.

Hópbílabikarinn
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024