Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

UMFG í undanúrslit Powerade-bikars kvenna
Mánudagur 7. nóvember 2005 kl. 16:34

UMFG í undanúrslit Powerade-bikars kvenna

Grindavíkurstúlkur tryggðu sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna í körfuknattleik er þær sigruðu KR á heimavelli sínum í gær, 74-49. Þær unnu einnig fyrri leikinn og voru í mjög góðri stöðu áður en flautað var til leiks í gær.

Leikurinn var afar jafn framan af. Grindavíkingar höfðu þriggja stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 17-14, og í hálfleik var staðan 35-34.

Í upphafi seinni hálfleiks náðu heimastúlkur yfirhöndinni og settu í lás í vörninni. KR- ingar áttu ekki möguleika eftir að og Grindvíkingar stóðu uppi sem öryggir sigurvegarar.

Þær mæta Haukum í undanúrslitum þann 19. nóvember.

Jerica Watson fór á kostum gegn sínum gömlu félögum og skoraði 32 stig og tók 16 fráköst. Petrúnella Skúladóttir kom henni næst með 15 stig.

Vanja Pericin var stigahæst KR-inga með 21 stig.

Tölfræði leiksins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024