UMFG harmar ummæli Orra
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur sent frá sér tilkynningu varðandi málefni Orra Freys Hjaltalín sem hafa verið í umræðunni að undanförnu.
Tilkynning frá stjórn knattspyrnudeildar UMFG
Knattspyrnudeild UMFG harmar ummæli þau sem leikmaður liðsins, Orri Freyr Hjaltalín, hefur látið hafa eftir sér um aðila tengda knattspyrnunni hér á landi og birst hefur í fjölmiðlum. Knattspyrnudeildin vill ítreka það að leikmaðurinn hefur þegar verið kvaddur á fund deildarinnar til útskýringar á máli sínu.Orri Freyr hefur þegar beðist opinberlega afsökunar á framferði sínu. Á fundi stjórnarinnar var ákveðið að hann muni sæta ströngum refsingum fyrir agabrot sitt, þ.m.t. sektargreiðslu Orð þessi setja ljótan blett á annars gott og metnaðarfullt starf sem unnið er í knattspyrnumálum hér á landi. Þeir sem sinna þessu; stjórnarmenn, dómarar, leikmenn eða aðrir aðilar eiga á engan hátt skilið það sem sett hefur verið fram og stjórn knattspyrnudeildarinnar vill ítreka það að hún mun á neinn hátt sætta sig við slikt framferði en í staðinn halda hátt á lofti kjörorðinu að knattspyrna er „leikur án fordóma“.
Tilkynning frá stjórn knattspyrnudeildar UMFG
Knattspyrnudeild UMFG harmar ummæli þau sem leikmaður liðsins, Orri Freyr Hjaltalín, hefur látið hafa eftir sér um aðila tengda knattspyrnunni hér á landi og birst hefur í fjölmiðlum. Knattspyrnudeildin vill ítreka það að leikmaðurinn hefur þegar verið kvaddur á fund deildarinnar til útskýringar á máli sínu.Orri Freyr hefur þegar beðist opinberlega afsökunar á framferði sínu. Á fundi stjórnarinnar var ákveðið að hann muni sæta ströngum refsingum fyrir agabrot sitt, þ.m.t. sektargreiðslu Orð þessi setja ljótan blett á annars gott og metnaðarfullt starf sem unnið er í knattspyrnumálum hér á landi. Þeir sem sinna þessu; stjórnarmenn, dómarar, leikmenn eða aðrir aðilar eiga á engan hátt skilið það sem sett hefur verið fram og stjórn knattspyrnudeildarinnar vill ítreka það að hún mun á neinn hátt sætta sig við slikt framferði en í staðinn halda hátt á lofti kjörorðinu að knattspyrna er „leikur án fordóma“.