Umboðsskrifstofa fyrir íþróttamenn starfrækt í Reykjanesbæ
Á liðnu sumri settu tveir lögmenn, þeir Ásbjörn Jónsson
Prolex sérhæfir sig í að aðstoða íþróttafólk úr öllum íþróttagreinum við að komast í kynni við íþróttafélög, bæði erlendis sem innanland, og beitir sér fyrir því að koma á samningum milli þróttafólks og íþróttafélaga. Einnig nota íþróttafélög sér fjölbreytta þjónustu Prolex á sviði íþróttalögfræði.
Á vefsíðu fyrirtækisins, www.prolex.is, má finna umfjöllun um stefnu þess og markmið. Þar kemur m.a. fram að fyrirtækið stefni að því að efla kvennaíþróttir með því að bjóða kvenkyns íþróttamönnum sérstaklega til samstarfs. Markmið Prolex felast m.a. í því að öll verkefni sem fyrirtækið tekur að sér séu unnin undir handleiðslu fagmanna: lögmanna, viðurkenndra umboðsmanna og menntaðra knattspyrnuþjálfara.
Í fréttatilkynningu frá Prolex segir ennfremur að von forsvarsmanna fyrirtækisins sé að með tilkomu þess verði stigið stórt skref í rétta átt í því að efla fagmennsku í íslenskum atvinnuíþróttum.