Um 200 í golfi í Leirunni á sumardaginn fyrsta
Um 140 keppendur mættu til leiks í golfmót á sumardaginn fyrsta í Leirunni í gær. Veðrið var fjölbreytt eins og stundum vill verða á þessum árstíma og þegar ljósmyndari VF leit við snjóaði á kylfinga. Alls mættu nærri 200 manns til að leika golf því strax eftir mótið léku á milli 50 og 60 manns á góðum Hólmsvelli sem hefur komið vel undan vetri. Að sögn Gunnars Jóhannssonar, framkvæmdstjóra GS hefur þátttaka verið afar góð í vormótaröð klúbbsins.
Hér má sjá fleiri myndir úr Leirunni:
Úrslit í „Texas scramble“ móti í Leirunni í gær:
1 Team Leeds -Finnbogi Einar Steinarsson Aðalsteinn Ingi Magnússon 61
2 Luis Fabiano -Gunnar Gunnarsson Emil Þór Ragnarsson 62
3 Feðgin -Heiða Guðnadóttir Guðni Vignir Sveinsson 62
4 Elías Kristjánsson -Elías Kristjánsson Alfreð Elíasson 63
5 Kjartan Einarsson -Kjartan Einarsson Aðalsteinn Bragason 64
6 Dvergurinn og risinn -Gunnhildur Kristjánsdóttir Særós Eva Óskarsdóttir 64
7 shaba hæja -Guðjón Reyr Þorsteinsson Atli Örn Sævarsson 64
8 Humar -Pétur Már Pétursson Hermann Jónasson 64
9 Lundar -Hafliði Ingason Sigþór Óskarsson 65
10 Hlynur Þór Stefánsson -Hlynur Þór Stefánsson Rafn Stefán Rafnsson 65
Næst holu í öðru högg á 9. holu
Guðni Þ Guðjónsson
Alfreð Elíasson
Næstur holu á 16. holu
Hinrik Þráinsson 2,58m