Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Úlfur Blandon tekur við Þrótti Vogum
Friðrik formaður knattspyrnydeildar Þróttar og Úlfur.
Föstudagur 27. október 2017 kl. 09:42

Úlfur Blandon tekur við Þrótti Vogum

Úlfur Blandon hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Þróttar Vogum í knattspyrnu. Hann tekur við af Brynjari Gestssyni sem hætti á dögunum. Úlfur gerði tveggja ára samning við félagið.

Úlfur er 38 ára gamall og var þjálfari meistaraflokks karla hjá Gróttu árið 2016 og kom liðinu upp í Inkasso-deildina eftir eins árs dvöl í 2. deildinni, árið 2015 var Úlfar aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. Síðastliðið sumar þjálfaði hann meistaraflokk Vals í kvennaknattspyrnu og enduðu Valskonur í 3. sæti Pepsi- deildarinnar, sigruðu Lengjubikarinn og urðu Reykjavíkurmeistarar. Úlfur er með UEFA-A þjálfaragráðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þróttur Vogum spilar í fyrsta sinn í 2. deild á næsta ári eftir að hafa lent í 2. sæti 3. deildar í ár.