Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Íþróttir

UEFA-keppnin: Kef til Lux
Föstudagur 24. júní 2005 kl. 14:01

UEFA-keppnin: Kef til Lux

Keflvíkingar mæta liðinu FC Etzella Ettelbrück frá Lúxemborg í forkeppni UEFA-keppninnar, en dregið var í dag.

Ásmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar sagði sína menn ánægða  með dráttinn, enda feli hann ekki í sér langt ferðalag (FH fer til Azerbaidzjan) og möguleikar þeirra gegn liðinu verða að teljast góðir.

Etzella hefur þrisvar tekið þátt í Evrópukeppni og tapað öllum sínum sex leikjum. Markatala þeirra er 4-20 í leikjunum sex.

Leikið verður heima og heiman 14. og 28. júlí nk. en enn er óvíst hvort fyrri leikurinn verður hér heima eða úti.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25