U23 ára lið Keflavíkur komið í 32 liða úrslit
U23 ára lið Keflavíkur sigraði U23 ára lið Fram 2-1 í Coca-Cola bikarnum í knattspyrnu í gær. Þar með eru þeir komnir áfram í 32 liða úrslit. U23 ára lið Grindvíkinga lék gegn HSH á heimavelli í sömu keppni en tapaði 0-1. Haukar sigruðu Víði 2-1 á Ásvöllum en sá leikur var einnig í Coca-Cola bikarnum.