U21 árs landsliðsmaður til Keflvíkinga
Sindri Snær Magnússon skrifar undir tveggja ára samning
Knattspyrnumaðurinn Sindri Snær Magnússon hefur skrifað undir tveggja ára samning við lið Keflavíkur í Pepsi-deild karla. Hinn 21 árs gamli Sindri, sem ýmist leikur í vörn eða á miðju kemur frá Breiðablik en hann var á láni hjá Selfoss síðasta tímabil þar sem hann skoraði 4 mörk í 22 leikjum með liðinu.
Sindri er fyrsti leikmaðurinn sem Kristján Guðmundsson þjálfari fær til Keflvíkinga fyrir næsta tímabil. Blikinn ungi á að baki landsleiki með undir 17, 19 og 21 ára liðum Íslands.