Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

U17: Ísland í milliriðil eftir sigur í Keflavík
Mánudagur 27. september 2010 kl. 18:42

U17: Ísland í milliriðil eftir sigur í Keflavík

Ísland er komið í milliriðil í Evrópukeppni U17 ára landsliða drengja í fótbolta eftir sigur á Armenum, 2:1, á Keflavíkurvelli í lokaumferð undanriðilsins í dag. Það var Ragnar Bragi Sveinsson kom íslenska liðinu yfir strax á 2. mínútu en Nairi Minasyan jafnaði fyrir Armena á 12. mínútu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Staðan var 1:1 í hálfleik en á þrettándu mínútu síðari hálfleiks fékk Ísland vítaspyrnu og úr henni skoraði Oliver Sigurjónsson, 2:1.

Á sama tíma burstuðu Tyrkir lið Tékka, 6:1, í Grindavík og það eru því Íslendingar og Tyrkir sem halda áfram keppni. Íslenska liðið vinnur riðilinn á innbyrðis sigrinum gegn Tyrkjum en liðin voru jöfn að stigum.

Lokastaðan í riðlinum er þessi:

Ísland 6 stig (6:5)
Tyrkland 6 stig (9:3)
Tékkland 4 stig (6:9)
Armenía 1 stig (2:6)

Heimild: mbl.is

Efri myndin: Ísland fagnar sigurmarkinu í leiknum sem tryggði sætið í milliriðli. Að ofan er síðan hópmynd af kátum Íslendingum eftir leikinn. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson